Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

Málsnúmer 2408020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. ágúst 2024 – Bæjarráð

Lagðir fyrir viðaukar 1 og 2 við sameiginlega fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Viðauki 1 er lagður fyrir vegna styrkja sem fengust úr fiskeldissjóði fyrir byggingu leik og grunnskóla á Bíldudal, skólalóðar á Patreksfirði, varmadælu í Bröttuhlíð og rannsóknarrýmis við verbúð á Patreksfirði. Í tilfellum skólalóðar á Patreksfirði og grunn og leikskólabyggingar á Bíldudal kemur styrkurinn til lækkunar á heildarfjárfestingu þar sem gert var ráð fyrir fullri fjármögnun í fjárhagsáætlun en í tilfellum Varmadælu í Bröttuhlíð og fjármuna sem fengust í rannsóknarrýmið er fjárfesting hækkuð á móti þar sem ekki var gert ráð fyrir fullri fjármögnun í áætlun. Viðauki 1 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðuna en handbært fé í A hluta og í A og B hluta hækkar um 68.972 þ.kr. og verður 196.391 þ.kr.

Viðauki 2 er lagður fyrir vegna vanáætlunar í fjárhagsáætlun 2024 fyrir gatnagerð við Brunna á Patreksfirði, viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé um sem nemur 53.094 þ.kr. Viðauki 2 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu en handbært fé í A hluta og í A og B hluta lækkar um 53.094 þ.kr. og verður 143.297 þ.kr.

Bæjarráð samþykkir viðaukana og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.




10. september 2024 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 3 við sameiginlega fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Viðauki 3 er lagður fyrir vegna uppsetningar á strengjum og endurnýjun á rafmagnstöflum við smábátahafnir við Patrekshöfn. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé um sem nemur 5.000 þ.kr
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu en handbært fé í A og B hluta lækkar um 5.000 þ.kr og verður 138.297 þ.kr.

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.




18. september 2024 – Bæjarstjórn

Lagðir fyrir viðaukar 1, 2 og 3 við sameiginlega fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Viðauki 1 er lagður fyrir vegna styrkja sem fengust úr fiskeldissjóði fyrir byggingu leik og grunnskóla á Bíldudal, skólalóðar á Patreksfirði, varmadælu í Bröttuhlíð og rannsóknarrýmis við verbúð á Patreksfirði. Í tilfellum skólalóðar á Patreksfirði og grunn og leikskólabyggingar á Bíldudal kemur styrkurinn til lækkunar á heildarfjárfestingu þar sem gert var ráð fyrir fullri fjármögnun í fjárhagsáætlun en í tilfellum Varmadælu í Bröttuhlíð og fjármuna sem fengust í rannsóknarrýmið er fjárfesting hækkuð á móti þar sem ekki var gert ráð fyrir fullri fjármögnun í áætlun. Viðauki 1 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðuna en handbært fé í A hluta og í A og B hluta hækkar um 68.972 þ.kr. og verður 196.391 þ.kr.

Viðauki 2 er lagður fyrir vegna vanáætlunar í fjárhagsáætlun 2024 fyrir gatnagerð við Brunna á Patreksfirði, viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé um sem nemur 53.094 þ.kr. Viðauki 2 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu en handbært fé í A hluta og í A og B hluta lækkar um 53.094 þ.kr. og verður 143.297 þ.kr.

Viðauki 3 er lagður fyrir vegna uppsetningar á strengjum og endurnýjun á rafmagnstöflum við smábátahafnir við Patrekshöfn. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé um sem nemur 5.000 þ.kr
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu en handbært fé í A og B hluta lækkar um 5.000 þ.kr og verður 138.297 þ.kr.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir viðaukana samhljóða