Hoppa yfir valmynd

Umsagnarbeiðni -Mjólkárvirkjun breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2407100

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. ágúst 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Tekin fyrir umsagnarbeiðni Ísafjarðarbæjar, dagsett 26.júlí 2024. Í erindinu er óskað umsagnar um breytingu á deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar en tilgangur skipulagsbreytingar er að færa lagnaleið Mjólkárlínu 2 til að rýma fyrir annarri starfsemi landeiganda. Breytingin felst í að fyrirhugaður jarðstrengur Mjólkárlínu 2 færist norður fyrir byggingar Mjólkárvirkjunar á láglendi. Lagnaleiðin liggur um tún og ræktað land líkt og fyrri lagnaleið.Ólafur Byron Kristjánsson og Steinunn Sigmundsdóttir véku af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.

Ólafur Byron Kristjánsson og Steinunn Sigmundsdóttir komu aftur inn á fundinn.