Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaleyfi óvirkur úrgangur Járnhól.

Málsnúmer 2407063

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. ágúst 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Ósk um framkvæmdaleyfi fyrir staðsetningu svæðis undir óvirkan úrgang við Járnhól.

Tekið fyrir erindi Vesturbyggðar, dags. 22. Júli 2024. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir óvirkan úrgang við Járnhól á Bíldudal. Vesturbyggð áformar að koma upp svæði fyrir móttöku á óvirkum úrgangi, s.s. múrbrot, gler, garðaúrgang og uppmokstur. Gert er ráð fyrir að jarðvegur sem fyrir er á svæðinu verði mokað upp og lagður til hliðar neðst í framkvæmdasvæði. Óvirkur úrgangur og garðaúrgangur verði svo settur í uppmoksturssvæði og sá jarðvegur sem fyrir var á svæðinu verður svo notaður til að hylja efnisflokka er sýnt þyki að hentugt er að loka viðkomandi svæði með jarðvegi.

Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir að veitt verði framkvæmdaleyfi en gerir fyrirvara um frágang á aðliggjandi svæði. Nauðsynlegt er að tryggja að frágangi á því svæði sem ætlað er sem framtíðargámavöllur fyrir Bíldudal, verði lokið sem allra fyrst þannig að íbúar á Bíldudal búi við sömu aðstöðu til sorplosunar og aðrir íbúar Vesturbyggðar. Heimastjórn bendir á að á þessu svæði getur orðið mjög vindasamt og að tryggja verði að ekkert af því efni sem þarna verður losað geti fokið á nærliggjandi byggingar eða útivistarsvæði svo sem golfvöllinn sem er beint á móti í dalnum.

Heimastjórn vekur athygli umsækjenda á að rekstur urðunarstaðar er starfsleyfisskyld starfsemi.

Samþykkt samhljóða.