Hoppa yfir valmynd

Orlofsbyggðin Flókalundi - Deiliskipulag

Málsnúmer 2407057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. júlí 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag orlofsbyggðarinnar í Flókalundi. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 22. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Vesturbyggðar. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna sem bárust en gera þurfti lagfæringar á texta varðandi skilmála um litaval.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir deiliskipulagið með leiðréttingum og lagfæringum á texta í samræmi við umræður á fundinum og vísar málinu áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




15. ágúst 2024 – Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag orlofsbyggðarinnar í Flókalundi. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 22. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Slökkviliði Vesturbyggðar. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn m.t.t. umsagna sem bárust en gera þurfti lagfæringar á texta varðandi skilmála um litaval.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkti deiliskipulagið á 2. fundi sínum með leiðréttingum og lagfæringum á texta í samræmi við umræður á fundinum og vísaði málinu áfram til heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010, fyrirliggjandi deiliskipulag fyrir orlofsbyggðina í Flókalundi með fyrirvara um lagfæringu á orðalagi í texta í samræmi við ábendingar byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í tölvupósti dags. 24.07.2024 til höfundar greinargerðar.

Samþykkt samhljóða.