Hoppa yfir valmynd

Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2024

Málsnúmer 2407053

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. september 2024 – Bæjarráð

Menningar- og ferðamálafulltrúi sat fundinn undir liðnum.

Lagðar fyrir styrkbeiðnir sem bárust fyrir þriðju úthlutun ársins 2024. Alls bárust fimm umsóknir.

1. Minjasafn Egils sækir um styrk fyrir varðveislu og viðgerðum á bátnum Mumma BA21. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

2. Minjasafn Egils sækir um styrk fyrir varðveislu og viðgerðum á bátnum Skúla Hjartarsyni BA250. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.

3. Minjasafn Egils sækir um styrk fyrir myndskreytingum á Safnahúsi Minjasafns Egils Ólafssonar. Sótt er um 142.830 króna styrk.

Bæjarráð hafnar öllum styrkbeiðnum Minjasafnsins þar sem þær falla ekki undir úthlutunarreglur sjóðsins og bendir þeim á að fara með beiðnirnar inní fjárhagsáætlunarvinnu.

4. Skjaldborg -hátíð íslenskra heimildarmynda sækir um styrk fyrir verkefninu Skjaldbakan sem er barna- og fræðslustarf varðandi kvikmyndahátíðina Skjaldborg. Sótt er um 250 þúsund krónur.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðni að upphæð 150 þús.

5. Norræna félagið í Vestur-Barð sækir um styrk að upphæð 150 þúsund krónum vegna vinabæjarheimsóknar.

Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni og óskar umsækjanda góðs gengis.

Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að svara umsækjendum.