Hoppa yfir valmynd

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Málsnúmer 2407017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2024 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélga dags. 4. júlí 2024. Í minnisblaðinu kemur fram að samkvæmt sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði var ákveðið að gera skólamáltíðir í grunnskólum gjaldfrjálsar frá og með hausti 2024.
Ríkið greiðir sem nemur 75% af því sem foreldrar hefðu áður greitt á móti sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir 148 grunnskólabörnum og er framlag ríkisins því 5.345.142 fyrir tímabilið ágúst - desember 2024.

Bæjarstjóra falið að fara yfir kostnaðartölur með það fyrir augum að kanna hvort tilefni sé til þess að gera viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð ef þarf ásamt breytingu á gjaldskrá.

Bæjarráð gerir athugasemdir við það að ekki hafi verið tekið tillit til stærðarhagkvæmni, samkeppni á markaði og aðgengi að aðföngum þegar niðurgreiðsla ríkis á hvert barn var reiknað.