Hoppa yfir valmynd

Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2024 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. júlí sl. með tilboði til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.

Bæjarráð fagnar verkefninu sem er virkilega þarft.

Gerð er athugasemd varðandi þær tengingar sem eru ekki styrkhæfar sökum þess að fjarskiptafyrirtækin hafa lagt fram áform um lagningu ljósleiðara í þau hús. Í ár líkt og svo oft áður eru lagðar fram mjög svo metnaðarfull áform um lagningu ljósleiðara á okkar svæði. Margsinnis hafa verið sett fram áform um lagningu ljósleiðara í þéttbýli sem ekki er staðið við. Það eru því vonbrigði að stór hluti Patreksfjarðar er ekki inn í tilboði fjarskiptasjóðs sökum þess, en ólíklegt má teljast að staðið verði við áformin á markaðslegum forsendum nú frekar en áður.

Bæjarráð samþykkir tilboðið.




4. september 2024 – Heimastjórn Patreksfjarðar

Lagður fram tölvupóstur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. júlí sl. með tilboði til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.

Lagt fram til kynningar