Hoppa yfir valmynd

Upplýsingar um stöðu mála varðandi umhverfiseftirlit og framtíð heilbrigðiseftirlits.

Málsnúmer 2406172

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2024 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 27. júní sl. þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi umhverfiseftirlit og framtíð heilbrigðiseftirlits.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfis-og loftlagsráðs til umfjöllunar.




15. júlí 2024 – Umhverfis- og loftslagsráð

Lagður fram tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 27. júní sl. þar sem farið er yfir stöðu mála varðandi umhverfiseftirlit og framtíð heilbrigðiseftirlits.

Bæjaráð tók málið fyrir til kynningar á 3. fundi sínum þar sem því var vísað áfram til umhverfis- og loftlagsráðs til umfjöllunar.

Umhverfis- og loftslagsráð Vesturbyggðar tekur heils hugar undir athugasemdir SHÍ og hvetur til betri útfærslu og vandaðri undirbúnings áður en af þessum áformuðuðu breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits með flutningi verkefna til ríkisins.
Erfitt er að sjá hver hagur sveitarfélaga á Vestfjörðum er af þessari breytingu.

Samþykkt samhljóða.