Hoppa yfir valmynd

Móatún, framkvæmdir 2024

Málsnúmer 2406162

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júní 2024 – Bæjarráð

Lögð fram niðurstaða í útboði á endurgerð Móatúns Tálknafirði, götu og lögnum. Óskað var eftir tilboðum í verkhluta í gatnagerð, fyllingu, vatnslagnir, holræsalagnir og burðalag vegna endurgerðar á götu, yfirborðsfrágangur er fyrirhugaður á árinu 2025.
Einn aðili skilaði tilboði, Allt í járnum ehf Tálknafirði. Leiðrétt tilboðsfjárhæð Allt í járnum var kr. 76.465.240 en kostnaðaráætlun var 64.000.000.-
Tilboð var 119,5% miðað við kostnaðaráætlun.

Sviðstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs leggur til að tilboði Allt í járnum ehf verði hafnað.
Sviðstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs óskar jafnframt eftir heimild til að taka upp viðræður við verktakann á grundvelli útboðsgagna, með það í huga að framkvæmdir við endurgerð Móatúns muni hefjast í sumar, þannig að hægt verði að klára endurgerð götunnar næsta sumar.

Bæjarráð samþykkir að tilboðinu verði hafnað og heimilar sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka upp viðræður við bjóðandann á grundvelli útboðsgagna, með það í huga að framkvæmdir við endurgerð Móatúns muni hefjast í sumar, þannig að hægt verði að klára endurgerð götunnar næsta sumar.




8. ágúst 2024 – Heimastjórn Tálknafjarðar

Fundargerð fyrsta fundar vegna framkvæmda í götu í Móatúni (Skýringafundur).
Uppsetning fundartíma og fundargerða kynt.
Farið yfir verksamning og kallað eftir gögnum bæði frá verktaka og verkkaupa.
Fundartímar verkfunda verða á sem næst tveggja vikna fresti.
Verkið er farið af stað með undirbúning fyrir lageringu efnis ásamt pöntun á vatns og fráveituefni.
Framkvæmdir í götu munu byrja á allra næstu dögum.

Lagt fram til kynningar