Hoppa yfir valmynd

Beiðni til sveitarstjórnar um smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2406080

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. júní 2024 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Bjarna Kristjánssyni sem barst með tölvupósti dags. 14. júní 2024 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið hlutist til um að smala ágangsfé á jörð bréfritara, Auðshaugi, skv. 1. mgr. 33. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.

Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð er lausanga sauðfjár heimil utan þéttbýla í sveitarfélaginu, sbr. 5. gr. laga um búfjárhald, nr. 38/2013. Í erindinu koma ekki fram upplýsingar um umfang og/eða hver er fjöldi ágagnsfjár eða hvert mögulegt tjón bréfritara kunni að vera vegna ágangsfjár. Í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga felur bæjarráð bæjarstjóra/sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að afla frekari upplýsinga og gagna frá bréfritara og eftir atvikum eigendum sauðfjár á svæðinu, svo unnt sé að taka afstöðu til beiðni bréfritara um smölun ágangsfjár.




9. júlí 2024 – Bæjarráð

Lögð fyrir greinagerð landeiganda að Auðshaugi dags. 1 júlí 2024, vegna bókunar bæjarráðs Vesturbyggðar á fundi bæjarráðs 25. júní sl. vegna beiðni landeiganda um smölun ágangsfjár að Auðshaugi.

Bæjarráð ítrekar beiðni frá 28. júní um upplýsingar um hvert umfang og eða hver fjöldi ágangsfjár er og hvert mögulegt tjón kann að vera vegna þess.




11. júlí 2024 – Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Lagt fram til kynningar erindi frá Bjarna Kristjánssyni sem barst með tölvupósti dags. 14. júní 2024 þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið hlutist til um að smala ágangsfé á jörð bréfritara, Auðshaugi, skv. 1. mgr. 33. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986.

Erindið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 25. júní 2024 þar sem eftirfarandi var bókað:

Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að samkvæmt samþykkt um búfjárhald í Vesturbyggð er lausanga sauðfjár heimil utan þéttbýla í sveitarfélaginu, sbr. 5. gr. laga um búfjárhald, nr. 38/2013. Í erindinu koma ekki fram upplýsingar um umfang og/eða hver er fjöldi ágagnsfjár eða hvert mögulegt tjón bréfritara kunni að vera vegna ágangsfjár. Í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga felur bæjarráð bæjarstjóra/sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að afla frekari upplýsinga og gagna frá bréfritara og eftir atvikum eigendum sauðfjár á svæðinu, svo unnt sé að taka afstöðu til beiðni bréfritara um smölun ágangsfjár.

Bókun bæjarráðs frá 09.07.2024:

Lögð fyrir greinagerð landeiganda að Auðshaugi dags. 1 júlí 2024, vegna bókunar bæjarráðs Vesturbyggðar á fundi bæjarráðs 25. júní sl. vegna beiðni landeiganda um smölun ágangsfjár að Auðshaugi.

Bæjarráð ítrekaði beiðni frá 28. júní um upplýsingar um hvert umfang og eða hver fjöldi ágangsfjár er og hvert mögulegt tjón kann að vera vegna þess. Fyrirspurnum bæjarráðs er ekki svarað í greinagerð landeiganda.

Lagt fram til kynningar