Hoppa yfir valmynd

Blámi

Málsnúmer 2406032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2024 – Bæjarráð

Þorsteinn Másson framkvæmdastjóri Bláma kom á fund bæjarráðs.

Blámi er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Vestfjarðastofu þar sem meginmarkmiðið er að styðja við og efla nýsköpun og þróun orkuskiptaverkefna með því að auka hlut vistvæns eldsneytis, vetnis og rafeldsneytis í samgöngum og iðnaði.

Þorsteinn kynnti starfsemina og helstu verkefni sem Blámi hefur komið að og er að vinna að. Rætt var um nýtt starf hjá Bláma sem auglýst verður fljótlega en starfsmaðurinn verður með starfsstöð í Vatneyrarbúð á Patreksfirði.