Hoppa yfir valmynd

Skólamötuneyti á Patreksfirði

Málsnúmer 2405050

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. ágúst 2024 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu skólamötuneytis á Patreksfirði. Rekstur skólamötuneytis á Patreksfirði var boðinn út í júní, engin tilboð bárust og í kjölfarið var sett auglýsing á heimasíðu sveitarfélagins sem skilaði ekki tilsettum árangri.

Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusvið sat fundinn undir liðnum.

Umræða um skólamötuneytið á Patreksfirði. Útlit er fyrir það að ekki náist að fá nýjan verktaka til að taka að sér skólamötuneyti á Patrekfirði fyrir upphaf skólaárs 2024 - 2025. Unnið er að lausn málsins en leikskólinn Araklettur hefur séð um að elda fyrir leikskólabörn frá því að skólastarf hófst í leikskólanum eftir sumarfrí.