Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Langholts og Krossholts - breytt lögun og notkun lóða.

Málsnúmer 2402029

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. febrúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur erindi frá Héðni Halldórssyni f.h. Hafsbrúnar ehf dagsett, 12. febrúar. Í erindinu er óskað eftir eftir stækkun á lóð Saumastofunnar samkvæmt teikningu sem fylgir erindinu. Þá er óskað eftir breytingu á smábýlalóðinni Langholt 1, þar sem notkun lóðarinnar er breytt úr smábýlalóð í verslun- og þjónustu. Áformað er að setja upp 8-10 ferðaþjónustuhús, allt að 50m2 hvert hús.

Erindið kallar á breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar sem og á deiliskipulagi Langholts og Krossholts.

Skipulags- og umhverfisráð frestar málinu og óskar eftir upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um stöðu á öflun neysluvatns á svæðinu og hvort unnt sé að anna aukinni eftirspurn.