Hoppa yfir valmynd

Lántökur ársins 2024

Málsnúmer 2401057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. janúar 2024 – Bæjarráð

Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2024 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 250 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2024 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2024 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2024 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð samþykkir lántökuna og vísar áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.




21. febrúar 2024 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2024 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 250 millj.kr. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2024 og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2024 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2024 sbr. lög um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Til máls tóku: Varaforseti og bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lántökuna á árinu 2024 og samþykkir að veita Lánasjóði sveitarfélaga ohf. kt. 580406-1100, veð í tekjum sínum til tryggingar lánum á árinu 2024, sbr. 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánartiltekið útsvarstekjum sveitarfélagsins og framlögum sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Jafnframt er Þórdísi Sif Sigurðardóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 180378-4999 og Gerði Björk Sveinsdóttir sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, kt. 210177-4699 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.