Hoppa yfir valmynd

Til samráðs - Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi

Málsnúmer 2311016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. nóvember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Lagður fram tölvupóstur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis varðandi mál nr. 216/2023, "Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi" dags. 1. nóvember 2023. í tölvupóstinum er óskað umsagnar.

Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.




9. nóvember 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram tölvupóstur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis varðandi mál nr.
216/2023, "Skýrsla um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á
atvinnusvæðum á Íslandi" dags. 1. nóvember 2023. í tölvupóstinum er óskað umsagnar.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við
umræður á fundinum.




13. nóvember 2023 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 1. nóvember sl. með ósk um umsögn um skýrslu um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um skýrsluna inn á samráðsgátt stjórnvalda innan tilskilins frests sem er 15. nóvember nk.