Hoppa yfir valmynd

Dalbraut 50. Ósk um bílastæði

Málsnúmer 2310059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. nóvember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Ólafi H Sigurþórssyni f.h. Sigurþórs L. Sigurðssonar, dags. 19. september 2023. Í erindinu er þess óskað að sveitarfélagið lagfæri bílastæði sem stendur á opnu svæði milli Dalbrautar 48 og 50 svo að fleiri bílar komist fyrir á stæðinu, þetta myndi auka umfeðraröryggi á svæðinu þar sem bílar þyrftu þá ekki að standa við götuna. Þá er þess óskað að eigandi Dalbrautar 50 fái heimild til að merkja eitt af stæðunum sem einkastæði.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að lagfært verði bílastæðið á milli Dalbrautar 48 og 50, ráðið fellst þó ekki á að bílastæðið verði merkt sem einkastæði þar sem bílastæðið stendur í bæjarlandinu. Ráðið vísar málinu áfram til sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.