Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Bíldudalshöfn - Breyting, sameining lóða og byggingarreita.

Málsnúmer 2309030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. september 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn frá Arnarlax hf, dags. 7.september 2023. þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar á grundvelli framlagðra aðaluppdrátta. Um er að ræða sameiningu lóða Strandgötu 14a, 14c og 14 d í eina lóð.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að farið verði í deiliskipulagsbreytingu í samræmi við framlögð gögn.




8. nóvember 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir Strandgötu 14a, 14c og 14d í eina lóð undir heitinu Strandgata 14a. Strandgata 10-12 er minnkuð og hýsir nú einungis vatnshreinsistöð og geyma tengda meltuvinnslu. Í skipulaginu er lagt til að lóð sem áður var Strandgata 14e verði að Strandgötu 14c.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að húsnúmerum verði breytt samkvæmt eftirfarandi í skipulaginu:
Núverandi Strandgata 10-12 verði Strandgata 8.
Strandgata 14A verðir Strandgata 10.
Strandgata 14B verði Strandgata 12.
Strandgata 14C verði Hafnarteigur 4B.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt m.v. ofangreint og tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




9. nóvember 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir Strandgötu 14a, 14c og 14d í eina lóð undir heitinu Strandgata 14a. Strandgata 10-12 er minnkuð og hýsir nú einungis vatnshreinsistöð og geyma tengda meltuvinnslu. Í skipulaginu er lagt til að lóð sem áður var Strandgata 14e verði að Strandgötu 14c.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 111. fundi sínum þann 8. nóvember að húsnúmerum verði breytt samkvæmt eftirfarandi í skipulaginu:
Núverandi Strandgata 10-12 verði Strandgata 8.
Strandgata 14A verðir Strandgata 10.
Strandgata 14B verði Strandgata 12.
Strandgata 14C verði Hafnarteigur 4B.

Þá lagði ráðið til við Hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt m.v. ofangreint og tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkt tillögur skipulags- og umhverfisráðs varðandi breytingar á skipulaginu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




15. nóvember 2023 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar. Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir Strandgötu 14a, 14c og 14d í eina lóð undir heitinu Strandgata 14a. Strandgata 10-12 er minnkuð og hýsir nú einungis vatnshreinsistöð og geyma tengda meltuvinnslu. Í skipulaginu er lagt til að lóð sem áður var Strandgata 14e verði að Strandgötu 14c.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 111. fundi sínum þann 8. nóvember að húsnúmerum verði breytt samkvæmt eftirfarandi í skipulaginu:
Núverandi Strandgata 10-12 verði Strandgata 8.
Strandgata 14A verðir Strandgata 10.
Strandgata 14B verði Strandgata 12.
Strandgata 14C verði Hafnarteigur 4B.

Á 54. fundi Hafna- og atvinnumálaráðs lagði ráðið til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.v. ofangreindar breytingar.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir að tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem hafna- og atvinnumálaráð lagði til.

Samþykkt samhljóða




14. febrúar 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Erindið var áður tekið fyrir á 111. fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 8. nóvember 2023, þar sem eftirfarandi var bókað: Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði samþykkt m.v. ofangreint og tillagan verði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna tafa á umsögnum við breytingartillöguna var beðið með afgreiðslu. Fyrir liggja núna umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu ekki athugsemdir við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan verði því samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




15. febrúar 2024 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Þann 9. nóvember 2023 samþykkti hafna- og atvinnumálaráð að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna tafa á umsögnum við breytingartillöguna var beðið með afgreiðslu. Fyrir liggja núna umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu ekki athugsemdir við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan yrði samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.




21. febrúar 2024 – Bæjarstjórn

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 115. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Þann 9. nóvember 2023 samþykkti hafna- og atvinnumálaráð að leggja til við bæjarstjórn að tillagan yrði afgreidd skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna tafa á umsögnum við breytingartillöguna var beðið með afgreiðslu. Fyrir liggja núna umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu ekki athugsemdir við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að tillagan yrði samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti tillöguna á 57. fundi sínum og lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.