Hoppa yfir valmynd

Bíldudalur. Loftgæðamælar - ÍsKalk

Málsnúmer 2306011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Lagður fram tölvupóstur frá Íslenska Kalkþörungafélaginu, dags. 2.júní 2023. Í tölvupóstinum er óskað eftir samþykki fyrir staðsetningu á 3 ryk- og loftgæðamælum á Bíldudal.

Hlutverk mælanna er að mæla annars vegar rykmengun þar sem uppsprettur eru áætlaðar vera umferðarryk, ryk frá opnum svæðum og kalkryk. Hins vegar verður sótryk(nox) eða sótmengun mæld. Rykið verður greint út frá því hvað er kalkryk og hvað er annað ryk eins og frá umferð.

Áætlað er að setja mælana upp núna í júní og þeir muni standa fram í október 2023.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir staðsetningar á mælunum, þeir eru allir staðsettir innan bæjarlands. Endanleg staðsetning skal ákveðin í samráði við starfsmann áhaldahússins á Bíldudal.