Hoppa yfir valmynd

Hagabúð. umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tengiveg.

Málsnúmer 2306006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. júní 2023 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum aðkomuvegi að Hagabúð. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir legu vegarins ásamt samþykki landeiganda Haga og Breiðalækjar. Fyrir liggur einnig samþykki Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.




21. júní 2023 – Bæjarstjórn

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum aðkomuvegi að Hagabúð. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir legu vegarins ásamt samþykki landeiganda Haga og Breiðalækjar. Fyrir liggur einnig samþykki Vegagerðarinnar.

Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 107. fundi sínum þar sem það samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.