Hoppa yfir valmynd

Framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði

Málsnúmer 2110027

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. október 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 7. október 2021, um framtíð ferjusiglinga á Breiðafirði. Í tölvupóstinum kemur fram að ekki standi til að skipta Breiðafjarðarferjunni Baldri út fyrir ferju sem uppfyllir nútíma kröfur um öryggi og aðbúnað á meðan að núverandi samningur við rekstraraðila er í gildi.

Samráðsnefnd telur ákvörðunina algjörlega óásættanlega og kallar eftir skýrum svörum frá Vegagerðinni um hvernig öryggi farþega Baldurs sé tryggt og hvert viðbragðið sé verði samskonar óhöpp og urðu í júlí 2020 og mars 2021 þar sem Baldur varð vélavana á leið sinni um Breiðafjörð.

Bæjarstjóra Vesturbyggðar og sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps falið að kalla eftir svörum frá Vegagerðinni og leggja fyrir á næsta fundi samráðsnefndar.