Hoppa yfir valmynd

Athugasemdir frá foreldrum leikskólans Arakletts

Málsnúmer 1901060

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. febrúar 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

1. Liður 2 í bréfi, nefndin tekur undir áhyggjur foreldra um fullnægjandi brunavarnir. Fræðslu og æskilýðsráð hefur áður tekið fyrir brunamál leikskólans og lagði áherslu á að fjármagn væri sett í verkefnið í fjárhagsáætlun 2019. Unnið er að úrbótum á því. sbr. Lið 1 í dagskrá fundarins
2. Liður 5. Varðandi húsnæðismál hefur bæjarráð núþegar skipað starfshóp um húsnæðisvanda leikskólans eins og fram kemur í lið 5. Í dagskrá fundarins.
3. Varðandi lið 6. Bílastæðamál og lýsingu, er það góð ábending og því er vísað til Elfars byggingafulltrúa og áhaldahússins að bæta lýsingu og merkja stæði fyrir framan inngang fyrir aðgengi sjúkrabíla.
4. Varðandi lið 1, 3 og 7. Er varða innra starfi leikskólans, er áréttað að vinna skal eftir samstarfsáætlun skóla og leiksskóla. Nefndin felur leikskólastjóra og ráðgjöfum Tröppu því til frekari skoðunar og úrvinnslu.
5. Hvort þörf er á nýjum vistunarsamningum sbr. Lið 4, er varða breytingar á gjaldskrá er vísað til frekari skoðunar hjá fræðslustjóra og afgreiðslu þess frestað til næsta fundar.
6. 8 liður, er bara hægt að vísa til fjárhagsáætlunar 2019 og vona að hægt verði að veita frekara fé í verkefnið 2020.