Hoppa yfir valmynd

Þjónusta á Vestfjarðavegi 60

Málsnúmer 1801032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

5. febrúar 2018 – Atvinnu og menningarráð

Þjónustutími vetrarþjónustu á leiðinni Patreksfjörður - Dalsmynni var aukin og hálkuvarnir auknar á meðan ferjan Baldur var frá vegna bilunnar. Nú þegar Baldur er aftur kominn í þjónustu þá er vegurinn þjónustaður til klukkan 17:30 til samanburðar er þjónustan á Djúpvegi til Hólmavíkur til kl. 19:00 og til 19:30 frá Hólmavík að Hringvegi. Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar bendir á nauðsyn þess að auka aftur við þjónustuna á vegunum þar sem ferjan Baldur er ekki að rúma allan þann fjölda flutningabíla sem þarf að komast til og frá svæðinu á degi hverjum. Nauðsynlegt er því að halda áfram að þjónusta vegina til að lágmarki 20:00 svo öruggt sé að vörur og afurðir komist til og frá svæðinu.