Hoppa yfir valmynd

Staða sauðfjárræktar í Vesturbyggð og afurðarverð.

Málsnúmer 1708019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. ágúst 2017 – Bæjarráð

Rætt um stöðu sauðfjárræktar í Vesturbyggð í ljósi verðlækkunar á afurðarverði haustið 2017.
Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir þungum áhyggjum vegna verðlækkunar á afurðarverði til sauðfjárbænda. Sauðfjárbúskapur er mikilvæg atvinnugrein í sveitarfélaginu svo og á Vestfjörðum öllum. Samfélögin á svæðinu þola ekki hinn umfangsmikla niðurskurð afurðarverðs án þess að þau skaðist efnahags- og félagslega.
Bæjarráð Vesturbyggð tekur heils hugar undir yfirlýsingu landssamtaka sauðfjárbænda frá 11. ágúst sl. og treystir því að stjórnvöld muni grípa til allra mögulegra aðgerða til aðstoðar sauðfjárbændum og sveitarfélögum til að komast yfir þá erfiðleika sem nú blasa við.




30. ágúst 2017 – Atvinnu og menningarráð

Atvinnu- og menningarráð Vestfjarða tók fyrir á fundi sínum alvarlega stöðu sem komin er upp í sauðfjárrækt. Nefndin tekur undir bókun sem gerð var á 808 fundi bæjarráðs Vesturbyggðar þar sem segir:

"Bæjarráð Vesturbyggðar lýsir þungum áhyggjum vegna verðlækkunar á afurðarverði til sauðfjárbænda. Sauðfjárbúskapur er mikilvæg atvinnugrein í sveitarfélaginu svo og á Vestfjörðum öllum. Samfélögin á svæðinu þola ekki hinn umfangsmikla niðurskurð afurðarverðs án þess að þau skaðist efnahags- og félagslega.
Bæjarráð Vesturbyggð tekur heils hugar undir yfirlýsingu landssamtaka sauðfjárbænda frá 11. ágúst sl. og treystir því að stjórnvöld muni grípa til allra mögulegra aðgerða til aðstoðar sauðfjárbændum og sveitarfélögum til að komast yfir þá erfiðleika sem nú blasa við."