Hoppa yfir valmynd

Landtenging Bíldudalshöfn - Arnarlax.

Málsnúmer 1607020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. júlí 2016 – Hafnarstjórn

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er óskað eftir því að rafmagnstengingar á Bíldudalshöfn verði bættar svo unnt verði að landtengja brunnskip fyrirtækisins, Gunnar Þórðarson við að lágmarki 190A tengingu.

Hafnarstjórn Vesturbyggðar hefur skoðað alla möguleika til að leysa aukna rafmagnsþörf á Bíldudalshöfn. Hafnarstjórn felur forstöðumanni tæknideildar að fá Orkubú Vestfjarða til stækkunar á heimtaug í 400A úr 200A sem annar ekki núverandi rafmagnsþörf. Verkefnið verður að rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins og hafnarstjóra falið að gera breytingar á áætluninni.