Hoppa yfir valmynd

Íbúasamtök Bíldudals - bréf til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Málsnúmer 1606031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

5. júlí 2016 – Bæjarráð

Lagt fram opið bréf ódags. til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá Íbúasamtökum Bíldudals um heilsugæsluþjónustu í byggðalaginu.
Bæjarráð mótmælir harðlega lokun heilsugæslunnar á Bíldudal á sumarmánuðum. Þau rök sem lögð eru fram fyrir umræddri lokun að ekki sé til fjármagn til rekstrar og viðbótarstöðugildi læknis yfir sumartímann eru í andstöðu við yfirlýsingar heilbrigðisráðherra að ekki ætti að skerða þjónustu við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Patreksfjarðar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Með umræddri lokun er verið að draga úr og skerða þjónustu við íbúa. Bæjarráð fer fram á að án tafar verði bætt úr rekstrarvanda HVEST þannig að ekki komi til skerðingar á heilbrigðisþjónustu við íbúa Vestfjarða.