Hoppa yfir valmynd

Beiðni um námsleyfi

Málsnúmer 1604028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. apríl 2016 – Bæjarráð

Lögð fram beiðni frá Elsu Reimarsdóttur um eins árs námsleyfi, þar af hluta launað námsleyfi, til að stunda meistaranám. Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ekki eru til reglur um námsleyfi hjá Vesturbyggð. Hjá öðrum sveitarfélögum, t.d. Dalvíkurbyggð eru mjög skýrar reglur um námsleyfi og eru starfsmenn hvattir til þess að afla sér frekari menntunar og er ávallt eitt stöðugildi á fjárhagsáætlun til þess að mæta umsóknum starsfmanna um námsleyfi.
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir umsókn um námsleyfi, þar af launað námsleyfi í 3 mánuði. Skilyrði er að starfsmaður komi til starfa á ný að námsleyfi loknu.