Hoppa yfir valmynd

Umsókn - Lager/geymsluhús

Málsnúmer 1603041

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

23. maí 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir öðru sinni Fyrirspurn frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf. Skipulags- og umhverfisráð hafnaði á síðasta fundi ráðsins áformum um byggingu 96m2 geymsluhúsnæðis með um 6m mænishæð að Tjarnarbraut 21a, Bíldudal. Teikningar hafa verið endurunnar, hæð húss lækkuð niður í 4,6m og úlit fellt að umhverfinu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.




12. apríl 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrirspurn frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf, sótt er um leyfi til að fá að byggja 96m2 (12X8) geymsluhúsnæði að Tjarnarbraut 21a, Bíldudal. Húsið er tæpir 6m á hæð. Ennfremur er sótt um stækkun á lóðinni.

Skipulags- og umhverfisráð getur ekki fallist á áform umsækjenda. Ráðinu þykir húsið of hátt og fellur ekki vel að umhverfinu. Bent er á lóð milli Strandötu 10-12 og 13 fyrir hús að þessari stærð.




14. mars 2016 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Matthíasi Garðarssyni f.h. Leines ehf. Í erindinu er sótt um leyfi til að byggja lager/geymsluhús undir vélar, tæki og annan búnað sem við kemur rekstri þeirra fyrirtækja sem bréfritari er aðili að, beint og óbeint. Í erindinu er þess getið að sú staðsetning sem óskað sé eftir sé á skilgreindu C-hættusvæði skv. reglugerð um hættumat vegan ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats nr. 505/2000 og vitnað í 19.gr sömu reglugerðar en þar segir:

"Á hættusvæði C er einungis heimilt að reisa ný mannvirki þar sem ekki er búist við stöðugri viðveru fólks til búsetu eða til vinnu, s.s. dælu- og spennistöðvar, línumöstur og önnur sambærileg mannvirki enda skapist ekki frekari hætta gagnvart annarri byggð ef mannvirkið yrði fyrir áraun af völdum ofanflóða..." og gerir bréfritari m.ö.o. ekki ráð fyrir að framangreind reglugerð muni standa í vegi fyrir lóðaúthlutun og/ eða byggingarleyfi.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.