Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð - 23

Málsnúmer 1603014F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. apríl 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, GÆÁ, ÁS, HT, ÁDF, NÁJ og MJ.
3.tölul. Bæjarstjórn samþykkir að Grunnskóli Vesturbyggðar, í þeirri mynd sem hann er nú, verði lagður niður og stofnaðir verði tveir sjálfstæðir skólar, Patreksskóli og Bíldudalsskóli sem taki til starfa frá og með næsta skólaári (2016-2017). Birkimelsskóli heyri undir Patreksskóla. Bæjarstjóra falið að ganga frá stofnun skólanna, sjá um skráningu þeirra hjá þar til bærum aðilum og auglýsa eftir skólastjórum fyrir skólana tvo.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.