Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 21

Málsnúmer 1603013F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. apríl 2016 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 10. töluliðum.
Til máls tóku: MJ, ÁS, ÁDF og HT.
Forseti vék sæti og lét bóka að hún tæki ekki þátt í afgreiðslu mála undir 8. og 9. tölul. fundargerðarinnar vegna tengsla við aðila máls.

6. tölul.: Lögð fram tillaga að deiliskipulagi iðnaðarsvæðis við Bíldudal sem samanstendur af uppdrætti og greinargerð dagsett 11. apríl 2016.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Bíldudalsvegi til austurs, Hólsgili til vesturs og opnum svæðum til norðurs og suðurs. Stærð skipulagssvæðisins er 7,4 ha. Markmið deiliskipulagsins eru eftirfarandi:
1. Að svara eftirspurn eftir iðnaðarlóðum á Bíldudal.
2. Ráðgert er að færa steypistöð sem staðsett er á hafnarsvæðinu á Bíldudal og skilgreina lóð fyrir hana í nýju deiliskipulagi.
3. Að festa í sessi geymslusvæði og gámaplan.
4. Að fjölga lóðum fyrir hesthús á svæðinu.
Fyrir liggur fornleifaathugun af svæðinu sem unnin var af Náttúrustofu Vestfjarða og lagt er fram minnisblað þess efnis dagsett 16. mars 2016. Fram kom að engar fornleifar fundust á svæðinu.

Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar og auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8. tölul. Bæjarstjórn fagnar umsókn félagsins Búbíl ehf. um byggingarlóð að Arnarbakka 5, Bíldudal fyrir nýbyggingu íbúðarhúsnæðis og samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.