Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun endurupptaka á úrskurði um Vestfjarðarveg samkv.erindi frá Vegagerðinni

Málsnúmer 1502012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. febrúar 2015 – Bæjarráð

Lögð fram bréf frá Skipulagsstofnunar vegna endurupptöku á úrskurði um Vestfjarðaveg skv. erindi frá Vegagerðinni.

Bæjarráð Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við endurupptökuna og leggur áherslu á að málinu verði hraðað eins mikið og kostur er. Samfélagið í Barðastrandarsýslum hefur beðið með óþreyju í tugi ára eftir að vegabótum ljúki á Vestfjarðavegi 60, stórum áfanga er að ljúka með veglagningu í Kjálkafirði og Mjóafirði og er það vel.

Nú verður grátlegri og fáránlegri umræðu að ljúka sem tafið hefur veglanginu um Gufudalssveit og sátt að nást um lagningu vegar í sveitinni, þar sem hagsmunir samfélagsins alls eru hafðir að leiðarljósi.