Hoppa yfir valmynd

Drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannaembætta og breytingar á umdæmum gang í gildi 1. janúar 2015- Umsagnir

Málsnúmer 1410032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. október 2014 – Bæjarráð

Lagt fram tölvubréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 10.okt. sl. ásamt drögum að reglugerð um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta með beiðni um umsögn.
Bæjarráð Vesturbyggðar ályktar:
"Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar þeirri ákvörðun innanríkisráðherra sem kemur fram í drögum að reglugerð um umdæmi sýslumanna og birt var 8. október sl. að sýslumaðurinn á Vestfjörðum verði staðsettur á Patreksfirði enda samræmist það þeim markmiðum sem sett eru fram í umræðuskjali varðandi breytingu á umdæmum lögreglu- og sýslumannsembætta að aðalstöðvar lögreglustjóra verði í öðru bæjarfélagi en aðalskrifstofur sýslumannsembættis. Þannig megi komast hjá röskun í byggðalegu tilliti.
Bæjarráð Vesturbyggðar bendir á að fjöldi opinberra starfa ríkisins og ríkisstofnana hafi horfið úr sveitarfélaginu á undangengnum misserum og ekkert komið í staðinn. Nýjasta dæmið þessa er að heilbrigðisstofnunin á Patreksfirði var lögð niður og embætti framkvæmdastjóra heilbrigðisstofnunarinnar flutt til Ísafjarðar.
Það er jafn langt frá Patreksfirði til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Patreksfjarðar.
Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir með sveitarstjórn Strandabyggðar að: ”Mikilvægt er fyrir stór og dreifbýl svæði eins og Vestfirði, sem jafnframt eru fámenn og byggðakjarnar margir og smáir, að opinber embætti séu staðsett víðar en í fjölmennasta sveitarfélaginu. Hættan er ávallt sú að allri opinberri þjónustu sé steypt saman í fjölmennasta byggðakjarna hvers svæðis og þar með veikjast allir minni byggðakjarnar svæðsins.“ Jafnframt ítrekar bæjarráð Vesturbyggðar að ráðherra fylgi eftir loforðum um að tryggja fjármagn þannig að hægt verði að staðsetja löglærða fulltrúa í útibúum sýslumanns og efla þjónustu þeirra.“
Með þessari ákvörðun innanríkisráðherra telur bæjarráð Vesturbyggðar að stórt og markandi skref sé stigið í átt til eflingar svæðisins í heild."