Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 4

Málsnúmer 1410018F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. nóvember 2014 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: ÁS, MJ og bæjarstjóri.
5.tölul. Breyting á aðalskipulagi.
Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 íbúðarsvæði við Lönguhlíð og verslunar- og þjónustusvæði á Patreksfirði.
Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 14. september 2014.
Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt. Einnig er gerð breyting á landnotkun á Patreksfirði þar sem verslunar- og þjónustusvæði (V4) er stækkað. Um er að ræða leiðréttingu þar sem lóðin er mun stærri en gildandi aðalskipulag segir til um.
Fyrir liggja umsagnir um lýsinguna frá Skipulagsstofnun, Samgöngustofu og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Lýsingin var ennfremur send Veðurstofunni, en svör hafa ekki borist.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um lagfæringu á mynd sem sýnir gildandi aðalskipulag sem og heiti breytingarinnar. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.