Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 188

Málsnúmer 1405002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. maí 2014 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri, JBGJ, AJ og MÓH.
2. tölul.: OV umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu háspennustrengs.
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Fyrirhugað er að leggja háspennustreng frá Brekkuvöllum/Haukabergi að Birkimel á Barðaströnd. Framkvæmdin er liður í að útrýma einfasa loftlínukerfi. Umsókninni fylgja teikningar af fyrirhugaðri lagnaleið.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis skv. þeim gögnum sem liggja fyrir.

6. tölul.: Deiliskipulag ? Fit á Barðaströnd.
Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fyrir Fit á Barðaströnd. Tillagan var auglýst frá 28. mars með athugasemdafresti til 12. maí. Engar athugasemdir bárust. Um var að ræða endurauglýsingu vegna formgalla á fyrri auglýsingu. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. tölul.: Ný vegtenging Aðalstræti/Strandgata.
Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er óskað framkvæmdaleyfis fyrir nýrri vegtengingu milli Aðalstrætis og Strandgötu við Aðalstræti 110. Erindinu fylgir teikning unnin af Landmótun dags. 13. maí 2014.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis skv. þeim gögnum sem liggja fyrir.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.