Hoppa yfir valmynd

Arnarlax aukning á framleiðslu á laxi í 7000þús.tonn

Málsnúmer 1312003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

5. desember 2013 – Bæjarráð

Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram bréf frá Verkís hf dags. 29. nóvember sl. með beiðni um umsögn sveitarfélagsins varðandi aukingu á framleiðslu Arnarlax hf á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn. Arnarlax ehf hefur í dag starfs- og rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna ársframleiðslu í Arnarfirði.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drög að tillögu að matsáætlun um aukningu á framleiðslu Arnarlax ehf á laxi á sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn.




26. maí 2015 – Bæjarráð

Lögð fram beiðni frá Skipulagsstofnun er varðar framleiðsluaukningu Arnarlax á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7000 tonn á ári. Sveitarfélagið Vesturbyggð mun ekki veita umsögn um málið enda er fyrirhuguð framleiðsluaukning utan lögsögu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið minnir á mikilvægi þess að sveitarfélög hafi skipulagsvald yfir hafsvæði utan netalaga. Bæjarstjóra falið að tilkynna niðurstöðu til Skipulagsstofnunar.