Hoppa yfir valmynd

Skipulagsmál og fiskeldi í Arnarfirði

Málsnúmer 1307068

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. ágúst 2013 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Höskuldi Steinarssyni fh. Fjarðalax varðandi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að aukin framleiðsla á laxi í Fossfirði um 4.500 tonn skuli háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. um mat á umhverfisáhrifum.

Bæjarráð Vesturbyggðar ítrekar bókun sína frá 648. fundi sínnum og lýsir yfir á hyggjum vegna þeirra tafa sem ákvörðun Skipulagsstofnunar kann að valda á uppbyggingu laxeldisfyrirtækja í Arnarfirði og frekari atvinnnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Nú þegar hafa leyfismál í tengslum við uppbyggingu í laxeldi í Arnarfirði verið að veltast um hjá stjórnvöldum í nokkur ár með tilheyrandi óvissu og töfum. Sú óvissa hefur valdið íbúum og samfélaginu öllu miklum skaða. Er það mikið áhyggjuefni hvernig staðið er að þessum málum hjá stjórnvöldum. Rétt er að benda á að sveitarfélagið Vesturbyggð hefur áður bent á í umsögnum sínum vegna leyfisumsókna laxeldisfyrirtækjanna á svæðinu að það telji að ekki þurfi umhverfismat vegna laxeldis í sjó í Arnarfirði. Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur til þess að vinnu við umhverfismatið verði flýtt eins og kostur er.