Hoppa yfir valmynd

Sjóræningjar óska eftir leyfi fyrir flotbryggju

Málsnúmer 1304042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. júlí 2013 – Hafnarstjórn

Lagt fram erindi frá Sjóræningum ehf. þar sem sótt er um leyfi fyrir flotbryggju við Sjóræningarhúsið á Patreksfirði. Á síðasta fundi hafnarstjórnar var tekið jákvætt í erindið en óskað eftir frekari hönnunargögnum.
Hafnarstjórn óskar eftir verkfræðiteikningum af frágangi landgangs flotbryggju.
Hafnarstjóra falið að kalla til fundar með forsvarsmönnum Sjóræninga ehf, byggingarfulltrúa og hafnarstjórn til þess að ræða umsóknina frekar.




14. júní 2013 – Skipulags- og byggingarnefnd

Erindi frá Öldu Davíðsdóttur fyrir hönd Sjóræningja ehf, kennitölu vantar. Í erindinu er sótt um leyfi fyrir flotbryggju við Sjóræningjahúsið á Patreksfirði landnúmer 140250. Erindinu fylgir verklýsing af fyrirhugaðri bryggju. Á deiliskipulagsuppdrætti er gert ráð fyrir bryggju á svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um fullnægjandi hönnunargögn. Málinu vísað til hafnarnefndar.