Hoppa yfir valmynd

Fundur með fulltrúum atvinnulífs í Arnarfirði.

Málsnúmer 1212049

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. desember 2012 – Atvinnumálanefnd

Formaður nefndarinnar gaf Jóni Þórðarsyni frá ferðaþjónustufyrirtækinu EagleFjord ehf. orðið.

Jón flutti yfirgripsmikið erindi þar sem hann kynnti starfssemi fyrirtækisins EagleFjord ehf.
Fyrirtækið býður m.a. upp á nokkra vöruflokka í ferðaþjónustu sem saman standa af : hvalir, saga, veiði, matur, upplifun og dvöl.
Kynnti Jón heimasíðu fyrirtækisins www.eaglefjord.is
Fyrirtækið veitir einnig hafnarþjónustu, útleigu stillansa og tæki. Þá stefnir fyrirtækið einnig á frekari þjónustu við fiskeldi.

Jón kynnti einnig nokkur verkefni sem fyrirtækið vinnur að er lúta að þróunarvinnu og nýsköpun á svæðinu. Má í því sambandi nefna verkefni eins og :
,,Á slóðum víkinga á Vestfjörðum“, ,,Saga sveitar í aðdraganda stofnunar Lýðveldis“ (Leiðsögn Guðmundur Hálfdánarson), ,,Fiskur til ferðaþjónustueldhúsa“, ,,Framleiðslueldhús“, ,,Fiskur frá hafi í maga, námsbraut“, ,,Húsdýragarður og nytjajurtir“, ,,Hótel Dynjandi, aukið gistirými“, ,,Listviðburðir www.whybildudalur.is“, Minnisvarði um þilskipaútgerð, staðsettur á Bíldudal“ og ,,Ritun og útgáfa barnabóka“.

Næstur tók til máls Jón Garðar Jörundsson.

Jón Garðar kynnti upphaf, stofnun og starfssemi fyrirtækisins Hafkalks ehf.
Heimasíða fyrirtækisins er www.hafkalk.is
Fyrirtækið er með gæðavottun frá ,,Tún vottunarstofu“.
Hafkalk ehf. hefur þegar gert samstarfssamninga við nokkur fyrirtæki erlendis.
Þá framleiðir Hafkalk ehf. steinefnafóður, jarðvegsbætiefni og fæðubótaefni til manneldis.
Fæðubótaefnin eru um 90% af tekjum fyrirtækisins. Fyrirtækið selur fæðubótarefni í um 200 verslanir á landinu öllu og hyggur á frekari útflutning á vörunni.
Jón Garðar upplýsti einnig að strandsiglingar muni gjörbreyta möguleikunum til að selja jarðvegsbætiefnin og steinefnafóðrið til bænda um allt land

Fyrirtækið hefur verið í nýrri vöruþróun síðustu misseri og eru a.m.k. tvær nýjar vörutegundir á leið á markaði frá fyrirtækinu.

Næst tók til máls Silja Baldvinsdóttir gæðastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins ehf.

Silja kynnti starfssemi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf.
Fyrirtækið er frumkvöðlafyrirtæki í vinnslu á kalkþörungum. Hjá fyrirtækinu starfa 20 manns og eru þrískiptar 8 tíma vaktir.
Fyrirtækið starfar í sátt við umhverfi og menn og er vottað frá FEMAS og TÚN. Þá er fyritækið einnig með svokallað grænt bókhald.
Fyrirtækið hefur dælt upp hráefni úr Arnarfirði, fjórum sinnum á árinu eða um 59.000m3
Öll framleiðsla dýrafóðurs er nú komin á Bíldudal frá Írlandi og er frekari vöruþróun í gangi með það hráefni.

Fyrirtækið styrkir samfélagsleg verkefni á suðursvæði Vestfjarða.
Það sem af er ári hafa verið flutt úr landi, unnin 40.637 tonn. Nýtt hús er í byggingu við verksmiðjuna og væntanleg er ný heimasíða fyrirtækisins www.iskalk.is.
Árið 2013 verður nýbygging fyrirtækisins tilbúin. Ekki er gert ráð fyrir mikilli fjölgun starfsmanna hjá fyrirtækinu á næsta ári.
Framtíðarhorfur fyrirtækisins eru þær að vinna að frekari vöruþróun og hugsanlega aukningu á starfsfólki.
Mikil bjartsýni er hjá eigendum fyrirtækisins varðandi rekstur þess á komandi árum.

Að síðurstu kynnti Víkingur Gunnarsson starfssemi Arnarlax ehf.

Fyrirtækið opnaði með formlegum hætti höfuðstöðvar fyrirtækisins sl. laugardag, sem staðsett er að Lönguhlíð 1 á Bíldudal.
Heimasíða fyrirtækisins er www.arnarlax.is
Fyritækið hefur þegar keypt eignir á Gileyri í Tálknafirði þar sem staðsett er seiðaeldisstöð. Ætlunin er að byggja frekar upp eldisstöðina á Gileyri.
Þegar hefur verið ráðinn eldisstjóri að fyrirtækinu og tekur hann til starfa 1. febrúar nk.
Á næsta ári mun fyrirtækið hefja undirbúning að eldi og vinnslu á svæðinu.
Fyrirtækið hefur tekið þá ákvörðun að setja sig niður á Bíldudal. Byggt verður sláturhús og vinnsluhúsnæði á Bíldudal og stefnt er að því að það verði tibúið árið 2015.
Víkingur kynnti væntanlegar framleiðsluafurðir fyrirtækisins í fullvinnslu þess.

Greinilegt er miðað við framkomnar upplýsingar að atvinnulífið á suðursvæði Vestfjarða er í mikilli sókn.
Formaður Atvinnumálanefndar Vesturbyggðar þakkaði gestum komuna og jafnframt þakkaði hann allar upplýsingar og fróðleg erindi sem þeir fluttu og veittu nefndinni.