Hoppa yfir valmynd

EFS fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga beiðni um upplýsingar

Málsnúmer 1207003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. júlí 2012 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga. Samkvæmt ársreikningi Vesturbyggðar 2011 er skuldahlutfall A-og B-hluta sveitarfélagsins 174% en viðmiði sveitarstjórnarlaga er 150% af reglulegum tekjum. Óskað er eftir áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar sér að ná fjárhagslegum viðmiðum skuldareglu sveitarstjórnarlaga fyrir 1. september nk. Bæjarstjóra falið að sækja um frest til Innanríkisráðuneytisins til 15. október til að svara óskum ráðuneytisins enda verður áætlunin unnin samhliða fjárhagsáætlun ársins 2013 og 3 ára áætlun sveitarfélagsins.