Hoppa yfir valmynd

Umhverfisstofnun starfsleyfisútgáfa Arnarlax endurupptekin

Málsnúmer 1204006

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. apríl 2012 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun vegna endurupptöku á starfsleyfisútgáfu Arnarlax ehf. þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs Vesturbyggðar fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráð Vesturbyggðar bendir Umhverfisstofnun á að kanna önnur fyrirliggjandi leyfi til nýtingar auðlinda í Arnarfirði og staðsetningar á þeim og leggur áherslu á að í gangi sé vinna að nýtingaráætlun Arnarfjarðar og nauðsynlegt sé að taka tillit til þess. Að öðru leyti gerir bæjarráð Vesturbyggðar ekki athugasemd við starfsleyfisumsóknina.