Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #257

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. apríl 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 257. fundar miðvikudaginn 17. apríl 2013 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.

    Til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 256

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1303006F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fundargerðir til staðfestingar

      2. Bæjarráð - 673

      Fundargerðin er í 6. töluliðum.
      Til máls tók: Forseti.
      Fundargerðin staðfest samhljóða.

        Málsnúmer 1303011F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 674

        Fundargerðin er í 10. töluliðum.
        Til máls tóku: MÓH, GE, forseti og skrifstofustjóri.
        9.tölul. vísað til 5. dagskrárliðar.
        Fundargerðin staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 1304001F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Skipulags- og byggingarnefnd - 177

          Fundargerðin er í 8. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti og GE.
          Eftirfarandi liðir fundargerðarinnar voru teknir sérstaklega til afgreiðslu:
          2.tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Laxeldi, efnislosun og efnistaka, landnotkun í útjaðri þéttbýla og iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrennis.
          Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi þann 10. desember 2013 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, urðunar, landnotkunar í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæðis á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrennis. Skipulagstillögunni fylgdi umhverfisskýrsla. Tillagan var auglýst frá 1. janúar 2013 með athugasemdarfresti til 26. febrúar 2013. Umsagnir bárust frá Skógrækt ríkisins, Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Fiskistofu. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila.

          Við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Í bréfinu er því mótmælt að endurvekja eigi gamla sorphauga á svæðinu með tilheyrandi mengun og að of stutt sé í núverandi byggð frá urðunarstaðnum. Vitnað var í reglugerð um urðun úrgangs nr. 783/2003 og eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar frá 4.9.2012. Í bréfinu og eftirlitsskýrslunni eru þessi atriði reifuð og einnig bent á að stöðugleika urðunarstaðarins sé ábótavant. Bæjarstjórn fagnar þeim áhuga sem beinist að málefninu og bendir á að með breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið er m.a. verið að taka á þeim vandamálum sem að hluta til er bent á í athugasemdunum. Bæjarstjórn bendir á að með skilgreiningu núverandi urðunarstaðar í efnislosunarsvæði er ekki verið að endurvekja fyrirkomulag sorpurðunar í Vatneyrarhlíðum, þegar almennt heimilissorp var urðað í hlíðinni, heldur er verið að tryggja að starfsleyfi svæðisins falli undir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. Fyrirkomulagi efnislosunar verði þannig háttað að stöðugleiki svæðisins verður bættur og að svæðinu verði lokað fyrir efnislosun að því loknu. Nánari skilyrði um fegrun svæðisins og lokun þess eru að finna í deiliskipulagstillögu af svæðinu sem var auglýst með aðalskipulagsbreytingunni.
          Bæjarstjórn áréttar að svæðinu verði lokað að loknum framkvæmdum og var sett inn ákvæði í aðalskipulagið um að efnislosunarsvæðið sé víkjandi.

          Athugasemd barst frá eiganda sumarhúss í Dufansdal vegna skipulagslýsingarinnar. Í athugsemdinni er lýst yfir áhyggjum vegna mögulegrar mengunar frá fyrirhuguðu laxeldi í Dufansdal. Einnig er spurt um hvort breytingin hafi áhrif á fyrri skipulagsáætlanir eða eignarhald sem tengjast sumarhúsabyggð í Dufansdal. Bæjarstjórn bendir á að mengun, s.s hávaði eða ljósmengun mun vera innan marka viðeigandi laga og mun ekki hafa teljandi áhrif á núverandi frístundabyggð. Nánari útfærslu á þessum atriðum verður að finna í deiliskipulagi fyrir svæðið og ekki verður séð að breytingin hafi áhrif á eignamyndun á svæðinu.

          Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl. 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Umræður sköpuðust á fundinum og athugasemdir bárust.

          Gerðar voru efnis- og orðalagsbreytingar með hliðsjón af framkomnum athugasemdum m.a. að skilgreina svæði fyrir efnislosun en ekki urðun í Vatneyrarhlíðum og nefnist þá skipulagsbreytingin: ”Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrennis.“
          Bæjarstjórn felur byggingarfulltrúa að svara öllum þeim sem gerðu athugasemdir með bókun bæjarstjórnar. Að öðru leyti samþykkir bæjarstjórn tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. laga nr.123/2010.
          4.tölul.: Deiliskipulag efnislosunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði.
          Þann 10. desember 2012 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna urðunarsvæðis í Vatneyrarhlíðum á Patreksfirði. Umsagir bárust frá Vegagerðinni, Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofunni. Búið er að verða við umsögnum umsagnaraðila. Tillagan var auglýst frá 1. janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Engar athugasemdir bárust. Hins vegar barst undirskriftalisti með bréfi frá 41 íbúa Patreksfjarðar við auglýsingu á skipulagslýsingunni vegna aðalskipulagsbreytingarinnar þar sem mótmælt er skilgreiningu á urðunarstað í Vatneyrarhlíðum. Þeim hefur verið svarað með bréfi. Haldin var kynning fyrir íbúa föstudaginn 7. desember 2012, kl. 18:10 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Gerðar hafa verið þær breytingar á skilgreiningu svæðisins að það verði skilgreint sem efnislosunarsvæði og nefnist þá deiliskipulagið: ”Deiliskipulag efnislosunarsvæðis í Vatneyrarhlíð, Patreksfirði“.
          Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
          5.tölul.: Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð.
          Megin forsendur deiliskipulagsins er að finna í nýsamþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrennis. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 56.000 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishúsi ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti. Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4 m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða nr. 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi.
          Bæjarstjórn samþykkir skipulagið til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
          6.tölul.: Deiliskipulag Fit á Barðarströnd.
          Erindi frá Gísla Gunnari Marteinssyni kt. 250764-3329. Í erindinu er lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir tveimur sumarhúsum á Holtsfit á Barðaströnd með landnúmer 139797 á reitum merktum með númerum 1 og 2 á teikningu. Erindinu fylgja teikningar unnar af Guðmundi Hanssyni byggingartæknifræðingi kt. 151263-3646 og Svavari M. Sigurjónssyni byggingartæknifræðingi kt.180867-3419.
          Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið til auglýsingar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum skipulags- og byggingarnefndar.
          8.tölul.: Deiliskipulag frístundabyggðar í Vesturbotni.
          Þann 19. september 2012 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í Vesturbotni í Patreksfirði. Deiliskipulagið nær yfir hluta jarðarinnar Vesturbotn sem er í eigu Vesturbyggðar. Skipulagssvæðið er um 300 ha að stærð. Helsta markmiðið með gerð deiliskipulagsins er að bjóða upp á lóðir í fallegu umhverfi þar sem áhugasamir einstaklingar eða félagasamtök geta m.a. unnið að uppgræðslu og landbótum. Ennfremur verði lögð áhersla á að mynda heildstætt frístundahúsahverfi, sem fellur sem best að umhverfinu. Öll mannvirki, sumarbústaðir, lóðamörk og bílastæði verði eins lítið áberandi og frekast er kostur. Tillagan var auglýst frá 1. janúar 2013 með athugasemdafresti til 26. febrúar 2013. Umsagnir bárust frá Fornleifavernd ríkisins, Veðurstofu, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Vegagerðinni. Búið er að verða við umsögnum þeirra umsagnaraðila sem gáfu umsögn. Umsögn vantar frá Umhverfisstofnun. Engar athugasemdir bárust.
          Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fyrirvara um jákvæða umsögn Umhverfisstofnunar og felur byggingarfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
          Fundargerðin staðfest samhljóða.

            Málsnúmer 1304002F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Almenn erindi

            5. Kjörskrá vegna alþingiskosninga

            Lögð fram kjörskrá til alþingiskosninga 27. apríl 2013.
            Til máls tók: Forseti.
            ”Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa yfirumsjón með gerð kjörskrár. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.“
            Samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1303088 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00