Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #871

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. júní 2019 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu

    Almenn erindi

    1. Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð

    Rædd drög að reglum um starfsemi dagforeldra á Barðaströnd. Bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Málsnúmer 1906016 7

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      14. Leikskóli á Patreksfirði - Húsnæðismál

      Farið var yfir kostnaðaráætlanir vegna tilfærslu 5 ára barna í leikskóladeild í Patreksskóla. Gústaf Gústafsson skólastjóri og Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs komu inn á fundinn og fóru ásamt bæjarstjóra yfir fyrirhugaðar framkvæmdir, en áhersla verður lögð á aðstöðu leikskóladeildar í neðri byggingu Patreksskóla og framkvæmdir við lóð skólans. Unnið er að endurskipulagningu innra starfs skólans með tilliti til komu elstu deildar leikskólans.
      Skipulag verkefnisins miðar vel áfram og verður lagður fyrir á næsta fundi bæjarráðs viðauki við fjárhagsáætlun svo hægt verði að hefja framkvæmdir.

        Málsnúmer 1903179 13

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        15. Samgönguáætlun 2020-2024 - tillögur hafnarsjóðs Vesturbyggðar

        Ræddar tillögur um hafnarframkvæmdir í Samgönguáætlun 2020 - 2024. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögur um hafnarframkvæmdir í Vesturbyggð í samræmi við umræður á fundinum og með tilliti til ábendinga hafna- og atvinnumálaráðs. Tillögunum vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.

          Málsnúmer 1905110 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          16. Aukning á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði, Arnarlax - Ósk um umsögn

          Lagt fram erindi Verkís hf. dags. 31. maí 2019 fyrir hönd Arnarlax hf. þar sem óskað er eftir athugasemdum frá Vesturbyggð við drög að tillögu að matsáætlun, vegna aukningar á framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfiði um 4.500 tonn.

          Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda athugasemdir við drögin í samræmi við umræður á fundinum.

            Málsnúmer 1906021 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            17. Umhverfisvottaðir Vestfirðir

            Lagt fram erindi Vestfjarðastofu dags. 23. maí 2019 ásamt fylgiskjölum, sem eru grunngögn í vottun Earth Check ásamt framkvæmdaáætlun sveitarfélaganna 2019-2024. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til Bæjarstjórnar Vesturbyggðar.

              Málsnúmer 1905024 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              18. Heimsmarkmiðin og loftlagsmál - samstarfsvettvangur sveitarfélaga

              Lagt fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. maí 2019 vegna stofnfundar Samstarfsvettvangs sveitarfélaga fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og loftlagsmál.

              Bæjarráð samþykkti samhljóða að María Ósk Óskarsdóttir og Friðbjörg Matthíasdóttir verði tengiliðir Vesturbyggðar í Samstarfsvettvanginum og er bæjarstjóra falið að tilkynna það til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                Málsnúmer 1906025

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                19. Reglur um gerð viðauka

                Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram drög að reglum um framlagningu viðauka í Vesturbyggð. Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

                  Málsnúmer 1906014 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  20. Sumarlokun - Ráðhús Vesturbyggðar

                  Tekið fyrir minnisblað bæjarstjóra dags. 7. júní 2019 um fyrirhugaða sumarlokun í ráðhúsi Vesturbyggðar. Lagt er til að afgreiðsla ráðhúsins verði lokuð frá 29. júlí til og með 9. ágúst 2019. Munu starfsmenn ráðhússins taka út sumarfrí sitt eftir því sem kostur er og verkefni gefa tilefni til á þessu tímabili. Bæjarráð samþykkir lokunina fyrir sitt leyti og vísar tillögunni til staðfestingar bæjarstjórnar.

                    Málsnúmer 1906015 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    21. Tjarnarbraut 3. Framkvæmdir

                    Lagt fram minnisblað dags. 7. júní 2019 vegna framkvæmda við Tjarnabraut 3 á Bíldudal. Framkvæmdum er að mestu lokið og íbúðir í húsinu komnar í útleigu. Í minnisblaðinu kemur fram að framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu reyndust umfangsmeiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umfang vinnu við rafmagn var meira en áætlað var í upphafi og við framkvæmdirnar kom í ljós raki í útvegg sem bregðast varð við. Þá var kostnaður við frágang og málun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

                    Á fjárhagsáætlun árins 2019 voru 9.200.000.- kr áætlaðar í verkið. Heildarkostnaður aðkeyptrar þjónustu og efniskaupa á árinu 2019 er samtals 15.754.535.- kr eða 6.554.353.- kr umfram heimildir fjárhagsáætlunar. Þá er ólokið framkvæmdum sem áætlað er að nemi 800.000 kr.

                      Málsnúmer 1903066

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      22. Styrkur vegna leigu á FHP vegna páskabingós - Kvenfélagið Sif

                      Tekið fyrir erindi dags. 12. apríl 2019 frá Kvenfélaginu Sif vegna leigu FHP - félagsheimilis Patreksfjarðar vegna Páskabingós 13. apríl 2019. Aðildarfélög FHP njóta sérkjara á leigu á FHP og greiða einungis 33% af almennu verði.

                      Bæjarráð hafnar erindinu.

                        Málsnúmer 1904056

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        23. Heimildamyndahátíðin Skjaldborg - styrkbeiðni

                        Tekið fyrir erindi dags. 30. maí 2019 frá aðstandendum Skjaldborgar - hátíðar íslenskra heimildamynda þar sem óskað er eftir stuðningi við hátíðina sem fór fram 7. - 10. júní 2019. Óskað er eftir 350 þúsund króna styrk. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir 200.000 króna styrk sem er í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

                        Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samstarfssamningi við bréfritara um stuðning sveitarfélagsins við hátíðina.

                          Málsnúmer 1906005

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          24. Ósk um samstarf - Villikettir

                          Lagt fram erindi Berglindar Kristjánsdóttur dags. 22. maí 2019 þar sem óskað er eftir samstarfi Vesturbyggðar við Villiketti um handsömun villikatta á Patreksfirði. Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

                            Málsnúmer 1905083 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            25. Ebesia ehf- Heimsendi, rekstrarleyfi í flokki 3 fyrir veitingastaðinn

                            Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 28. maí 2019 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Ebesia ehf. um rekstrarleyfi til veitingu veitinga (flokkur 3) fyrir veitingastaðinn Heimsenda á Patreksfirði.

                            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

                              Málsnúmer 1905112

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Til kynningar

                              2. Girðingarreglur, svar Félag skógarbænda á Vestfjörðum

                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1906020

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                3. Fundargerð nr. 871 stjórnar SÍS

                                Fundargerð 871. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                                  Málsnúmer 1906022

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  4. Álit Skiplagsstofnunar vegna aukningar á framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði

                                  Álit skipulagsstofnunar vegna aukningar á framleiðslu á laxi í Patreksfirði og Tálknafirði dags. 16. maí 2019 lagt fram til kynningar.

                                    Málsnúmer 1905049

                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                    5. Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

                                    Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

                                      Málsnúmer 1905114

                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                      6. 844. mál breyting á almannatryggingum, nr. 100-2007 (hækkun lífeyris)

                                      Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 17. maí 2019 frá Velferðanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844.mál.

                                        Málsnúmer 1905044

                                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                        7. Fagurt er í Fjörðum - sjónvarpsþættir

                                        Tölvupóstur dags. 8. maí 2019 frá Björgvini Franz Gíslasyni þar sem verkefnið Fagurt er í Fjörðum - Sjónvarpsþættir er lagður fram til kynningar.

                                          Málsnúmer 1906006

                                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                          8. 256. mál. Staða barna 10 árum eftir hrun

                                          Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 17. maí 2019 frá Velferðanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.

                                            Málsnúmer 1905046

                                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                            9. Fundargerð ársfundar 10.05.2019

                                            Fundargerð ársfundar Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn var 10. maí 2019 lögð fram til kynningar.

                                              Málsnúmer 1905092

                                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                              10. Fundargerð nr. 122 NAVE

                                              Fundargerð 122. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða lögð fram til kynningar.

                                                Málsnúmer 1905115

                                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                11. Fundargerð heilbrigðistnefndar nr. 122

                                                Fundargerð 122. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 16. maí 2019 lögð fram til kynningar.

                                                  Málsnúmer 1905045

                                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                  12. 825. mál. Hagsmunafulltrúi aldraðra - Velferðanefnd Alþingis

                                                  Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 17. maí 2019 frá Velferðanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra,825. mál.

                                                    Málsnúmer 1905047

                                                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                    13. 753. mál. Um matvæli (sýklalyfjanotkun)

                                                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 20. maí 2019 frá Atvinnuveganefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.

                                                      Málsnúmer 1905050

                                                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30