Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #786

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. nóvember 2016 og hófst hann kl. 10:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Landgræðsla ríkisins - "Bændur græða landið", styrkbeiðini.

    Lagt fram bréf dags. 10. nóv. sl. frá Landgræðslu ríkisins með beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið".
    Bæjarráð samþykkir styrk 6.000 kr. á hvern þátttakanda í verkefninu eða 36.000 kr. og bókist styrkurinn á 05089-9990.

      Málsnúmer 1611042

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fjórðungssamband Vestfirðinga- framlag til Markaðsstofu Vestfjarða 2017.

      Lagt fram bréf dags. 17. nóv. sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með ósk um framlengingu á aukaframlagi til Markaðsstofu Vestfjðara sem nemur 1.000 kr. á íbúa.
      Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um verkefnið.

        Málsnúmer 1611045 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Fjórðungssamband Vestfirðinga - áætlun um framlög2017.

        Lagt fram tölvubréf dags. 17. nóv. sl. ásamt fylgiskjölum frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með upplýsingum um árstillög sveitarfélaganna á Vestfjörðum á árinu 2017 til samstarfsverkefna þeirra innan FV.
        Lagt fram til kynningar.

          Málsnúmer 1611044

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - Tjarnarbraut 2, Bíldudal, beiðni um umsögn fyrir rekstrarleyfi.

          Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 16. nóvember sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í veitingarhúsinu Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal. Friðbjörg Matthíasdóttir lét bóka hjásetu sína við afgreiðslu dagskrárliðarins vegna tengsla við aðila máls.
          Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis að reka gistingu samkvæmt gistiflokki III í veitingarhúsinu Vegamótum, Tjarnarbraut 2, Bíldudal.

            Málsnúmer 1611037 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Kvennaathvarf ið - styrkumsókn fyrir 2017.

            Lagt fram bréf dags. í nóvember frá Kvennaathvarfinu með ósk um rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár.
            Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

              Málsnúmer 1611041

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Umhverfisstofnun beiðni um tilnefningu fulltrúa vegna náttúruvættið Surtarbrandsgil

              Lagt fram bréf dags. 28. okt. sl. frá Umhverfisstofnun með beiðni um tilnefningu fulltrúa Vesturbyggðar í samstarfshópi sem mun vinna að gerð áætlunar fyrir svæðið við Surtabrandsgilið, náttúruvættið á Brjánslæk.
              Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa Vesturbyggðar í samstarfshópinn.

                Málsnúmer 1611005

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fjárhagsáætlun 2016 - viðaukar.

                Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2016, 17,1 millj.kr. vegna endurnýjunar á bifreið þjónustumiðstöðvarinnar á Bíldudal í kjölfar tjóns og til greiðslu veikindalauna og launa í afleysingum á leikskólanum Arakletti og tónlistarskólanum.
                Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2016.

                  Málsnúmer 1607007 5

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fjárhagsáætlun 2017.

                  Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2017, ásamt álagningarstuðlum skatta, þjónustugjaldskrár og 4ra ára áætlun 2017-2020.
                  Bæjarráð vísar frumvarpinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 23. nóvember 2016.

                    Málsnúmer 1608011 15

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:40