Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #710

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. september 2014 og hófst hann kl. 08:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarráð - 709

    Lögð fram fundargerð bæjarráðs nr. 709.

      Málsnúmer 1408004F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Almenn erindi

      2. Kosning fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

      Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þarf að breyta um fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
      Ása Dóra Finnbogadóttir verður fulltrúi Vesturbyggðar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður á Akureyri, 24. -26. september.

        Málsnúmer 1408062

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Erindi vegna byggðakvóta

        Lagt fram erindi frá Birni Magnúsi Magnússyni fh. Mardallar ehf. þar sem óskað er eftir framlengingu á veiðiskyldu mótframlags byggðakvóta 2013-2014 vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að tilkynna Atvinnuvegaráðuneytinu um umsögn Vesturbyggðar.

          Málsnúmer 1408056

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Styrkumsókn vegna blúshátíðar

          Lögð fram umsókn frá Páli Haukssyni þar sem óskað er eftir notkun á hljóðkerfi Vesturbyggðar 5.-6. september. Bæjarráð samþykkir að fella niður leigu á hljóðkerfinu sem styrk til hátíðarinnar.

            Málsnúmer 1408055

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Akstur í FSN

            Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara FSN vegna skólaaksturs í FSN og breyttra forsendna vegna fjölgunar nemenda í Framhaldsdeildinni á Patreksfirði . Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlengingu á samningi um skólaakstur FSN.

              Málsnúmer 1409003

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Sorphirðumál í Vesturbyggð

              Sveinn Hannesson og Ragnar Kristinsson frá Gámaþjónustunni komu inn á fundinn og kynntu tillögur um breytingar á sorphirðu í Vesturbyggð. Ákvörðun frestað og vísað til bæjarstjórnar til umfjöllunar.

                Málsnúmer 1409002 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Verkefni Félagsmálastjóra.

                Elsa Reimarsdóttir félagsmálastjóri kom inn á fundinn og kynnti verkefni félagsmálastjóra.

                  Málsnúmer 1409001

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Ferðaþjónusta Vestfj. - Kynningarfundur

                  Einar Kr. Jónsson, Jóhann Svavarsson frá Westfjords Adventures og Ingvar Stefánsson frá Olís komu inn á fundinn. Þeir kynntu starfssemi Westfjords Adventures og framtíðarhugmyndir.

                    Málsnúmer 1407031 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Mál endurupptökunefndar nr. 1/2014

                    Lagt fram erindi frá Endurupptökunefnd þar sem óskað er eftir afstöðu Vesturbyggðar vegna framkominnar beiðni um endurupptöku hæstaréttarmáls nr. 300/1992. Málinu frestað.

                      Málsnúmer 1409004

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Heimsendur matur til eldri borgara

                      Lagt fram minnisblað um heimsendan mat til eldri borgara. Bæjarráð samþykkir lækkun á gjaldi á heimsendum mat til eldri borgara í 980 kr skammtinn. Heimsendingargjald verður óbreytt.

                        Málsnúmer 1409006

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00