Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #704

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. maí 2014 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Þórir Sveinsson og Elfar Steinn Karlsson komu inn á fundinn undir ákveðnum liðum

    Almenn erindi

    1. Endurskoðun 2014

    Þórir Sveinsson skrifstofustjóri kom inn á fundinn og upplýsti um stöðu endurskoðunar á reikningum Vesturbyggðar 2013. Endurskoðun KPMG er ekki lokið en stefnt er að því að leggja reikningana fyrir 8. maí nk.

      Málsnúmer 1404035 4

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Brunavarnir í Vesturbyggð

      Rætt um brunavarnir í Vesturbyggð. Slökkviliðsstjóra falið að gera átak í eldvarnareftirliti og brunavörnum á dreifbýli í samræmi við brunavarnaráætlun.

      Skrifstofustjóra falið að gera upp við Lómfell samkv. samkomulagi sem gert var vorið 2011.

        Málsnúmer 1404085 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Upplýsingagjöf bæjarstjóra og skrifstofustjóra.

        Bæjarstjóri og skrifstofustjóri fóru yfir fjárhagsmál 2012-2013.
        Skrifstofustjóra falið að endurgreiða fasteignagjöld til Kvenfélagsins Neista og Ungmennafélags Barðastrandar vegna Félagsheimilins á Birkimel vegna ársins 2013.
        Farið var yfir greiðslur og styrki til björgunarsveita í sveitarfélaginu 2010-2013.
        Þórir Sveinsson vék af fundi.

          Málsnúmer 1404086 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Samningur um þjónustu byggingarfulltrúa

          Elfar Steinn Karlsson kom inn á fundinn og Árni Traustason byggingarfulltrúi var á Skype.
          Lögð fram samningsdrög vegna þjónustu við byggingarfulltrúa. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um þjónustu byggingarfulltrúa í Vesturbyggð og bæjarsjtóra falið að ganga frá þeim samningum.

            Málsnúmer 1401065 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Sögufélag Barðastrandarsýslu vegna söguskráning Vesturbyggðar

            Magnús Ólafs Hansson og Hjörleifur Guðmundsson komu inn á fundinn. Í síma voru Gísli Már Gíslason og Guðjón Friðriksson.
            Rætt um söguritun Vesturbyggðar og ósk Sögufélagsins um aðkomu Vesturbyggðar að henni. Ákvarðanatöku frestað.

              Málsnúmer 1404042 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Breytingar á Heilbrigðisstofnuninni á Patreksfirði (HSP) og samningur um rekstur sveitarfélagsins á HSP.

              Bæjarráð Vesturbyggðar skorar á heilbrigðisráðherra að upplýsa sveitarstjórnir á Vestfjörðum um stöðu áforma um sameiningu heilbrigðisstofnana í fjórðungnum.

                Málsnúmer 1307073 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. HeilVest fundargerð stjórnar nr.96 og samþykktir um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

                Lögð farm til kynningar fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða nr. 96.
                Lagðar fram til staðfestingar samþykktir um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir samþykktirnar og vísar þeim til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

                  Málsnúmer 1402067 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Til kynningar

                  2. Upplýsingagjöf byggingarfulltrúa og forstöðumanns tæknideildar.

                  Elfar Steinn Karlsson kom inn á fundinn. Árni Traustason var á Skype. Farið var yfir verkefni byggingarfulltrúa.

                    Málsnúmer 1404083 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00