Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #674

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. apríl 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarráð - 673

    Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarstjórnar nr. 673.

      Málsnúmer 1303011F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      9. Fundargerðir Rekstrarnefndar

      Lagðar fram til kynningar 2 fundargerðir rekstarnefndar félagsheimilisins á Birkimel.

        Málsnúmer 1303089

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Almenn erindi

        2. Nådensdal boð á vinarbæjamót 22-24.ágúst 2013

        Lagt fram boð á vinabæjarmót í Nadensdal í Finnlandi, 22.-24. ágúst.

          Málsnúmer 1304013

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          3. Jöfnunarsjóður heildaryfirlit 2012

          Lagt fram til kynningar heildaryfirlit yfir greiðslur úr Jöfnunarsjóði fyrir árið 2012.

            Málsnúmer 1304012

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            4. LS arðgreiðslur vegna 2012

            Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu kr. 408.000.0000 kr. vegna góðrar afkomu ársins 2012. Hlutur Vesturbyggðar er 1,320% og arðgreiðsla nemur því 5.385.600 kr. Eftir fjármagsntekjuskatt koma 4.308.480 kr til greiðslu.

              Málsnúmer 1304011

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              5. Styrkur til Noregsferðar

              Friðbjörg Matthíasdóttir vék af fundi vegna vanhæfni.
              Lögð fram styrkbeiðni frá skólastjóra Grunnskóla Vesturbyggðar vegna heimsóknar nemenda í 7.-9. bekkjar Bíldudals-og Patreksskóla til Strand-skólans í Noregi í gegnum Nordplus. 12 nemendur og 3 kennarar fara til Noregs. Bæjarráð samþykkir 10 þúsund króna styrks til hvers nemenda og kennara sem fara í ferðina.

              Friðbjörg Matthíasdóttir kom aftur inn á fundinn.

                Málsnúmer 1304009

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                6. Heilsuefling aldraðra

                Lagt fram bréf frá Félagsþjónustu Vestur-Barðastrandarsýslu vegna heilsueflingar aldraðra.
                Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Félagsþjónustu V-Barðarstrandarsýslu að koma með nánari útfærslu á verkefninu.

                  Málsnúmer 1304008 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  7. Leiksýningar í Vesturbyggð

                  Lagt fram erindi frá Kómedíuleikhúsinu vegna leiksýninga í Vesturbyggð. Bæjarráð samþykkir að greiða fyrir 3 sýningar fyrir grunnskóla, leikskóla og eldri/heldri borgara í Vesturbyggð.

                    Málsnúmer 1303090

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    8. Kjörskrá vegna alþingiskosninga

                    Lögð fram kjörskrá vegna alþíngiskosninga 2013. Bæjarstjóra falið að hafa yfirumsókn með samningu kjörskrár. Erindi vísað til bæjarstjórnarfundar 17. apríl nk.

                      Málsnúmer 1303088 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Varðandi breytingar á fasteignagjöldum

                      Lögð fram tillaga Arnheiðar Jónsdóttur um lækkun fasteignagjalda til frístundahúsaeigenda með lögheimili í Vesturbyggð. Lagður fram tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi sorpmál við frístundahús. Bæjarráð hafnar erindinu.

                        Málsnúmer 1301041 4

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00