Hoppa yfir valmynd

Atvinnumálanefnd #83

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 3. apríl 2012 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Atvinnumálastefna, ferðamál

    Farið yfir stefnu í atvinnumálum fyrir Vesturbyggð.
     
    Mikið rætt um mikilvægi upplýsingamiðstöðvar og ferðamálafulltrúa og upplýsinga-og kynningarmál almennt. Mikið rætt um sameiginlegan vettvang í markaðsmálum. Atvinnumálanefnd skorar á Markaðsstofu Vestfjarða að efla tengslin við sunnanverða Vestfirði og að starfsmaður Markaðsstofu verði hér starfandi amk hluta úr ári.
     
    Atvinnumálanefnd lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi Surtarbrandsgilsins, náttúruvættis, á Barðaströnd og umhverfis við Dynjanda. Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Umhverfisstofnunar vegna málsins.
     
    Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn N1 vegna söluskála á Patreksfirði.
     

      Málsnúmer 1205011 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sverrir Haraldsson: Áhrif frumvarps um stjórn fiskveiða á útgerð og fiskvinnslu í Vesturbyggð

      Sverrir Haraldsson fór yfir áhrif nýrra laga um fiskveiðistjórnun á Vesturbyggð.
       
      Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar fordæmir nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða og veiðigjald og varar við að Alþingi samþykki frumvarpið óbreytt. Áhrif nýrrar löggjafar hafa verið metin  hátt í 200 milljónir í aukna skatta á sjávarútvegsfyrirtæki í Vesturbyggð. Þá er ekki tekið tilllit til áhrifanna á tengd fyrirtæki og skattalækkun sveitarfélagsins.
       
      Greinargerð óháðra sérfræðinga, þeirra Daða Más Kristóferssonar og Þórodds Bjarnasonar, sem fylgir frumvörpunum og unnin var að beiðni sjávarútvegs-og landsbúnaðarráðuneytisins, ætti að hvetja Alþingi til að staldra við og ígrunda gaumgæfilega áhrif lagasetningarinnar á rekstur og afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og á sjávarbyggðir landsins. Þessir sérfræðingarnir búast við ”umhleypingum á næstu árum meðan útgerðin lagar sig að breyttum aðstæðum“ og segja að áformuð lagasetning muni verða ”mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja“. Enn fremur að hækkun veiðigjalds muni án efa ”kippa stoðum undan skuldsettari útgerðarfyrirtækjum.“ Þá benda sérfræðingarnir á að byggðaaðgerðir frumvarpsins séu ”ólíklegar til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að“, enda skorti enn þann ”langtímastöðugleika sem getur skapað grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í sjávarbyggðum“.
       
      Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar telur að þessi varnaðarorð, sem fylgja frumvörpunum, séu meira en næg ástæða fyrir alþingismenn til að leggja málin til hliðar frekar en að stuðla að því að lögfesta þau og stuðla þannig að ”umhleypingum“ með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki í sjávarbyggðum landsins.
       
       
       
       

        Málsnúmer 1205012

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. önnur mál atvinnumálanefndar 3. apríl

        ·         Næsti fundur haldinn 2. maí. Fundir atvinnumálanefndar eru jafnan haldnir 1. þriðjudag hvers mánaðar eða þá næsta virka dag á eftir.
        ·         Rætt um grenjavinnslu fyrir árið 2012.
        ·         Rætt um opinbera þjónustu á næsta fundi atvinnumálanefndar. 

          Málsnúmer 1205013

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00